11.3.2009 | 18:32
Stóri bróðir herðir tökin!
Nú þegar allt er á hverfanda hveli og stjórnvöld og stofnanir þess ráða ekki neitt við neitt. Eiturlyfjaneysla sem aldrei fyrr, stórþjófnaðir og þvílíkt úrval á misnotkun valds eru að koma á daginn - þá eru ökumenn lagðir í einelti, því þetta er það eina sem enn er hægt að hafa stjórn á og sektargreiðslum sennilega ætlað að borga allt plottið.
Þetta er gert undir því yfirskini að það sé verið að bera hag okkar fyrir brjósti í umferðinni en það sem snýr að öðrum hagsmunum okkar er allt í steypu.
Hraðaeftirlit á ómerktum bíl skilar sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á semsagt ekki að huga að umferðaeftirliti í kring um leiksskóla vegna þess að eiturlyfjaneysla hefur aukist og skuldir þjóðarbúsins eru úr öllu valdi?
Það er mjög auðveld laust fyrir ökumenn að vera ekki lagðir í "einelti", sú lausn felst í því að fylgja settum hámarkshraða. Með jafn róttækum aðgerðum og að reyna að aka ökutækinu samkvæmt lögum, nálægt leiksskóla, þá getur ökumaður komist hjá því að fá sekt. Þetta á við um nánast allar akbrautir landsins.
Sniðugt ekki satt?
Páll Ingi Pálsson, 11.3.2009 kl. 22:50
Já, hann herðir tökin. Þetta er framtíðin:
Glæpamenn við stjórn
Hið alsjáandi auga, fyrsti hluti
Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:30
Það er ótrúleg einfeldni að tala svona Vilborg. Alltaf þegar einhver smáglæpon er hirtur þá kemur einhver með "gáfulegt" komment um "hvort það sé ekki gáfulegra að eltast við þá stóru".
Er eiturlyfjaneysla semsagt nægilega mikill glæpur til að lögreglan megi náðarsamlegast skipta sér af því?
Með þessum "rökum" þá ættu allir lögreglumenn landsins eingöngu að sinna stærsta máli landsins og sleppa því alveg að eltast við innbrotsþjófa, fíkniefnasala o.s.frv.
Magnús Ó. (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.