19.2.2007 | 23:35
Ég bara spyr?
Hvað í veröldinni höldum við að lífið snúist um? Hver er að ákveða það? Er þetta okkar eigin uppfinning eða hvað? Og á meðan ég man, hefur einhver fundið "Alvarlegu augun"? :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2007 | 15:40
Að elska nágungann - Eins og Sjálfan þig!
Ég var alin upp við að heyra þessa setningu æði oft enda búandi á kirkjustað og skyldumæting í messu hjá föður mínum. Þá hélt ég að það fæli í sér að koma fram við aðra eins og ég vildi að yrði komið fram við mig. Það var þessi tíðarandi allsráðandi enda samhjálp í sveitinni sjálfsögð. Verð að segja eins og er, að ég var ekki alltaf með þetta í huga en lagði mig þó eftir því þegar ég minntist þess. Varð svo sjálfhverf í hugsun minni og velti fyrir mér afhverju ég fékk það ekki til baka. Hver kannast ekki við að hafa hugsað - aldrei mundi ég gera svona-. Þetta var hreinlega ekki að ganga upp, - sífellt að gera öðrum til þægðar og um leið að ganga á sjálfa mig því vissulega var ég sjálf aukaatriði, hélt að ég ætti bara að elska nágungann. Mörgum árum seinna og í stöðugri leit að svari, hnaut ég um setningu í bók eftir Edgar Cayce, þarna var það og var haft eftir einum af þeim mörgum meisturum sem hafa verið á meðal okkar og er þekktur sem Kristur, þar segir: Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig - en á Sjálfum þér skaltu byrja. That's IT.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2007 | 15:08
Það sem við sendum frá okkur - kemur til okkar aftur
Datt í hug hvort það væri ekki upplagt að við tækjum okkur saman um að senda hvort öðru fallegar hugsanir þessa dagana, ásamt umburðarlyndi og kærleika. Allir eru hvort eð er einstakir á sinn hátt sem gerir þetta svo skemmtilegt. Hver á eigin forsendum inn í þessu handriti sem kallað er jarðlíf. Komum fram við hvort annað eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur. Lýsum upp tilveru hvors annars og BROSUM :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2007 | 15:40
Afmælisbarnið Ólafur de Fleur Jóhannesson
Í dag eru liðin 32 jarðarrár frá því að þessi persónuleiki kom inn í tilvist mína. Drengurinn litli var eitt af mínum rólegustu börnum og var skírður Ólafur eftir móðurbróður sínum er lést af slysförum aðeins tæplega 17 ára að aldri. Er hann óx úr grasi velti ég oft vöngum yfir hvað hann myndi taka sér fyrir hendur þó mér væri efst í huga að ekkert kæmi fyrir drenginn minn, því móðureðlið sagði sterklega til sín, þá sé ég núna að ég var ekki að skilja hvað ég hafði fengið í hendurnar og gott að vera vitur eftir á. Hvað um það ----- þakka drengnum fyrir að standa með sjálfum sér í blíðu og stríðu, svo stöndum við öll saman, það er styrkur að því, -----love,mam
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)