Hvað er eiginlega að?

Greinilegt að um 80% þjóðarinnar er steinsofandi ennþá! Peningar / Lífið Frown

images

Fólk virðist ekki vilja vakna og skoða málið, - það virðist því þurfa

miklu meira að ganga á í þessari tilvist okkar - so BE IT!


mbl.is 95 milljóna gjaldeyristekjur af hval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha.. Ég er nú heldur ekki fylgjandi hvalveiðum en ég læt ekki tilfinningaþrungið Greenpeace video hafa áhrif á mig.

Fólk þarf að hafa greind á við koddaver til að láta svona lagað plata sig.

 Ef Greenpeace gerði eins video um litlu lömbin værum við þá algjörar skepnur skyndilega?

maður einn (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:50

2 identicon

Úff, ég elska hrefnukjöt og það kostar bara 1200kr kílóið í kolaportinu, hversu awesome er það?

 Alveg ófá kíló af hrefnu í frystinum hjá mér get ég sagt þér

Arnar (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:53

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Íslendingar borða mjög lítið hvalkjöt.  Líta varla við því.

Það er markaður fyrir einhver örfá tonn á íslandi.  Örfá.

Eins og kemur fram í fréttinni er tap á útflutningi.

Þetta er alveg... ja. Eins og það er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Björn Jónsson

Sem betur fer er 80% Íslendinga ekki í sama draumaheimi og þú, nóg er vitleysan samt.

Björn Jónsson, 11.2.2009 kl. 16:43

5 Smámynd: Sigurjón

Ómar: Skv. fréttinni var hagnaður af útflutningnum (95 milljónir) þar sem tekið var mið af flutningskostnaði!

Eitthvað segir mér að það sé í raun markaður fyrir miklu meira hrefnukjöt hér á landi; það þarf bara að auka  aðgengið að því.  Úrvalskjöt á 1200 kall kílóið er ekki slæmt á þessum síðustu og verstu...

Sigurjón, 11.2.2009 kl. 17:22

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei, fæst ekki nokkur maður til að eta þetta hér á landi á.

Borða bara pizzur og saltflögur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2009 kl. 17:48

7 Smámynd: Sigurjón

Úr því stór meirihluti landsmanna er meðfylgjandi hvalveiðum, hlýtur stór hluti af þeim að vilja éta það.  Það þarf bara að gera aðgengið jafn gott og af hinu kjötinu og þá kemur þetta.

Sigurjón, 11.2.2009 kl. 21:14

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei, það var gerð könnun fyrir nokkrum árum á neyslu hvalkjöts. Sáralítið sem fólk snæðir.    Man ekki alveg núna magnið - en það voru ekki margir hvalir á ári. 

Ástæðan að fólk er fylgjandi hvalveiðum er fyrst og fremst einhver þjóðremba held eg.

En í sambandi við útflutningsverðmætin - þessar 95 millur vs 112 millur í fluttningskosnað os.frv. - já, sá skýringna hjá þingmanninum.

En eg verð að segja að ég er engu nær.  Hann segir að þetta sé FOB verð og sona - jaá, veit ekki.  Treysti þessum köllum ekki.  Hann er líklega bara að rugla málið eitthvað.   Meina, hvert var þá td. verð fyrir hvert kíló og hver var flutningskosnaðurinn ?  Eru þessar tölur Hagstofunnar á vefsíðu þeirra ?

Þetta er dáldið ruglandi orðið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2009 kl. 21:51

9 Smámynd: Sigurjón

Könnun fyrir nokkrum árum?  Kannske áður en byrjað var að veiða hval aftur?  Eða kannske þegar það var nýbyrjað að veiða hann í vísindaskyni, þar sem örfáar hrefnur voru veiddar.  Það er ekki skrýtið vegna þess að þá voru bara fáir hvalir veiddir yfir höfuð!

Ég sagði auk þess að þar sem stór meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi hvalveiðum, hlýtur stór hluti af þessum stóra hluta að vera tilbúinn að snæða hann, ekki satt?  Þú gætir svo kannske lagt til einhver rök fyrir því að þeir sem fylgjandi eru hvalveiðum séu það vegna þjóðrembu?  Hvernig skilgreinir þú svo þjóðrembu, svo það sé á hreinu?

Næst síðasta málsgreinin hjá þér er mjög óljós og illa skrifuð.  Merkingin kemst varla í gegn hjá þér, en ef ég reyni að rýna aðeins í hana, hlýt ég að spyrja hvort þú kannist við hvað FOB þýðir?  Ef ekki, get ég frætt þig á því að það þýðir Free On Board.  Það þýðir að verðið er að frádregnum flutningskostnaði.  Reikningurinn hljóðar því upp á að salan var 207 milljónir og þar af fóru 112 milljónir í flutningskostnað.  Það er talsvert mikið, en þrátt fyrir það, liggja eftir 95 milljónir og það munar svo sannarlega um þær.

Ég skora á þig að færa rök eða gögn fyrir þeim vangaveltum hjá þér að þingmaðurinn fari með rang mál og reyni að villa um fyrir spyrjandanum.

Sigurjón, 13.2.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband