20.5.2008 | 01:10
Ein yndisleg kona
hún Steina bloggvinkona mín í Danmörk fæddist í jarðlíkama sinn þennan dag 20. maí 1960, samkvæmt tímatalinu en er samt " tímalaus vitund ". Mér segir svo hugur um að þessi vera hafi ákveðið að gegna sérstöku hlutverki með hingaðkomu sinni, í að vekja okkur hin til meðvitundar um svo margt en þó sérstaklega að efla samvitund okkar.
Að því tilefni dró ég eitt spil fyrir Steinu litlu og læt það fylgja hér:
http://www.pointsofpower.com.au/cardsintro.html
Í raun og veru eru skilaboð þessi til okkar allra.
Þakka svo þessari yndislegu veru samfylgdina og alla fegurðina sem hún hefur lagt fram okkur til handa sem þess vilja að njóta.
~ namaste, vilborg ~
Athugasemdir
kærasta vilborg, ég er bara svo hrærð, og glöð að lesa þetta svona sem afmælisgjöf á afmælinu mínu, takk alveg frá hjartanu mínu. þetta er fallegt kort, ég dró eitt núna áðan og það var líka fallegt.
það stóð :
you don´t have to try to make things happen.
you are making things happen in the process.
wonderful, incredible things.
þetta á líka við okkur öll sömul kæra vilborg.
Hafðu fallegasta dag í heiminum, sendi þér afmælisorkuna frá mér svo við getum deilt þeirri orku saman, öll.
Blessi þig fallega kona
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.