21.3.2007 | 14:38
Af hverju berast engar fréttir af sjálfsvígum?
Hvernig ætli standi á því að það berast engar hörmulegar fréttir af sjálfsvígum? Samt falla u.þ.b. um 50 manns á ári hverju fyrir eigin hendi. Votta aðstandendum þeirra alla mína samúð .
Athugasemdir
ég hef mikla samúð fyrir aðstendum þeirra sem taka sitt eigið líf ! það hljóta að vera margar spurningar sem aldrei er svarað.
ljós til þín vilborg
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 16:00
Umfjöllun um sjálfsvíg er skelfilega skammt á veg komin.
Guðrún Þorleifs, 21.3.2007 kl. 17:38
Umfjöllun um sjálfsvíg var bönnuð af landlæknisembættinu, biskupi og lögreglu, nema sem fréttatengdri umfjöllun, sem sagt, ÞAGAÐ Í HEL. Virðist vera þannig enn.
Vilborg Eggertsdóttir, 21.3.2007 kl. 19:43
"andlegt faðmlag"
Getur verið að þeir vilji halda umræðum í lágmarki vegna þess að þeir haldi eða að það gerist stundum að það verði faraldur..svona smitast áfram?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 22:06
Það gæti líka stafað af virðingu við fjölskyldu og einstaklinga að það sé ekki mikil umfjöllun. Mér persónulega finnst æsifréttamennska komin yfir öll velsæmismörk hér á landi og ég er mjög þakklát að þeir hafi látið aðstandendur sjálfsvíga í friði, vona að það haldist áfram. Mál sem þessi eiga alls ekki heima á forsíðum blaða eða eitthvað álíka.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:32
Katrín mér var sagt að ástæðan sem þú tilgreinir væri einmitt sú, gæti verið smitandi. Þá ætti misnotkun barna ekki heldur að vera í umræðunni, sennilega smitandi - nei joke! Sennilega -The Sexual Energies virus -.
Vilborg Eggertsdóttir, 22.3.2007 kl. 00:12
Það er ekki sama hvernig ummræða fer fram. En umræða sem byggir á fræðslu og upplýsingum um t.d. einkenni og helstu áhættuvalda á að mínu mati rétt á sér. Æsifréttamennska er til tjóns í þessu sem öðru.
Guðrún Þorleifs, 22.3.2007 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.