Óli Jóh.

Endless_Summer_by_Rusty2210.jpg 604×950 pixelsSól er yfir sundum
sveipuð dýrðarljóma
Leiftur frá liðnum stundum,
lætur allt enduróma.

Sumar og  sólardagar
svífa í vitundinni.
Grundir og grænir hagar,
geymast í minningunni

Um drenginn litla, ljósa,
lífsins undrið bjarta.
Krafðist þess að kjósa,
kraft síns eigins hjarta.

Krullur á smáum kolli,
kunni þá lítt að njóta.
Óla andúð því olli,
öll á brott nú fljóta.

Man hún mamma drenginn,
milda, mjúka arma.
Sterka kærleiksstrenginn,
streyma tár á hvarma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt !

Ljós frá Lejre.

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 06:27

2 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

hver, um hvern er þetta? ha? snilld.

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 16.3.2007 kl. 09:08

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Oh....er þetta ljóð ort af mömmunni fyrir kvikmyndastrákinn hennar?

Bara yndislegt

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.3.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband