15.3.2007 | 15:49
Hvað ætla ég að kjósa?
Hef ákveðið að kjósa þann flokk sem afnemur stimpilgjöldin, eftirlaunaósómann,virkjanabraskið, vaxtaorkrið, tryggingaokrið, hækka skattleysismörk í 150.000 kr. og gerir öllum íbúum þessa lands kleyft að lifa mannsæmandi lífi - Strax! Ef enginn sjórnmálaflokkur uppfyllir þessi skilyrði mun ég kjósa sjálfa mig,
Og úr því að bankarnir eru að hagnast mest á sínum erlendu fjárfestingum þá geta þeir breytt bara íbúðalánum okkar í erl. mynt, okkur að kostnaðarlausu, þau eru hvort eð er svo lítill hluti af hagnaði þeirra.Forsvarsmenn þeirra eru með sín lán í erlendri mynt.
Byrjum á að bæta hag allra landsmanna áður en við förum að bæta hag annarra út í heimi - tökum til í eigin ranni!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.