Skrattinn hittir ömmu sína

ForskoðunarmyndÞegar ég slæðist til að hugsa til míns Æðra Sjálf fæ ég samviskubit yfir því hvernig ég hef byggt þvílíka varnarmúra kringum mitt særða egó þannig að stærstu múrbrjótar eiga í basli með að koma þar á smá gati. Ég hafði greinilega lagt ofurkapp á að þarna inn kæmist enginn lengur, nú væri nóg komið, aldrei framar skildi neitt geta komið mér úr jafnvægi. Enda taldi ég mig vera orðna svo "veraldarvana" og innmúraða, þangað til að skrattinn hitti ömmu sína.

Mínar varnir byggðust upp á  gálgahúmor sem ég reyndar er mjög þakklát fyrir því oftar en ekki kom þetta algjörlega óhugsað út úr mér en ekki oft vel liðinn. Samt gerði þetta mér kleyft að lifa af. Þá daga upplifði ég sem ég var alveg viss um að ég gæti ekki lifað af, það væri einfaldlega ekki hægt - samt var ég áfram. Nú er farið að rifa í Æðra Sjálfið, sem bara ER. Það hefur enga skoðun á einu né neinu sem ég er að basla með, það dæmir ekki né skilgreinir neitt, þar ríkir friður og kærleikur til alls sem er, því það er samofið því. Það er ekki háð tíma né rúmi en er samt í sinni eilífðar þróun eins og allt annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eða amman hittir skrattan og hendir honum út!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 01:52

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

-- ekki svo vitlaus hugmynd en hann er eitthvað að spyrna við fótum í dyragættinni :)

Vilborg Eggertsdóttir, 15.3.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband