28.4.2012 | 19:26
The Business Behind Getting High
- hér í þessari heimildarmynd er fjallað af þekkingu og fordómaleysi um kannabisefnið og áhrif þess og þann gífurlega áróður sem rekinn er linnulaust af stjórnvöldum. Einnig um gagnsemi mismunandi gerðar hampsins.
Hvernig væri að lyfta hulu fáfræðinnar og kynna sér málið. ~ ~
http://www.imdb.com/title/tt1039647/
Hasskaffihús bönnuð ferðamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sá vísað í þetta myndband um daginn og þetta er mjög upplýsandi og sumt er jafnvel sláandi
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2012 kl. 19:31
http://www.youtube.com/watch?v=0psJhQHk_GI
x (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 20:16
Þetta er tími vímuhræðslunnar.
Það er ekki hægt að fá almennileg verkjalyf vegna þess að það eru allir svo hræddir við að þú misnotir þau og farir í vímu.
Teitur Haraldsson, 28.4.2012 kl. 20:39
Já, Það er með ólýkindum hverslags blekkingum og áróðri hefur verið haldið á lofti og einnig hvernig almenningur hefur látið draga sig á asnaeyrunum án þess að kynna sér málið ( :
Vilborg Eggertsdóttir, 28.4.2012 kl. 20:41
Og hvað á þetta vidio að sanna?
Lesið fréttirnar í dag um unglinginn og hans glæstu framtíð í ruglinu og um hjónin sem verða gjaldþrota vegna þess að þau leigðu kannabis aumingjum húsið.
Unglingar í ruglinu kenna alkahóli um öll vandamál, en það er dropi á hafið miðað við þau vandamál sem þessi eiturlif valda öllu og öllum og nú eru þeir, sem stjórna stæsta drullupolli Evrópu (Holland), að breyta lögum um hassskítaholurnar í því landi. Þar er aðeins glæta!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 23:09
Þetta eru hrikalegar fréttir V.Jóhannsson.
Ég lenti einu sinni í því að leigja ungum mönnum sem ætluðu að vera til fyrirmyndar og skila íbúðinn tipp topp við lok leigutímans. Fengu félagana í heimsókn kvöldið áður til að hjálpa til við að fípússa.
Þegar ég leit á herlegheitin daginn eftir voru allar hurðir af hjörunum, reyndar hafði alveg verið brotið gat í gegnum einn millivegg, þaðan brotin leð í gegnum eina innihurð og svo út í gegnum glerið á garðdyrunum auk þess sem eldhúshávurinn hékk á rafmagnskaplinum einum niður úr loftin yfir eldhúseyjunni, öll húsgögn voru brotin, rifin og ónýt eftir skilmingabardaga. Tveir barstólar höfðu verið klofnir í herðar niður og skeinipappír hékk niður úr baðloftinu, klósett setan brotin skúffurnar í baðinnréttingunni gengnar af legunum.
Svona var þetta nú þó svo að þeir piltar hafi ekki verið kannabis aumingjar heldur sannir víkingar. Það hafði nefnilega runnið á þá svokallað ölæði eftir að þeir héldu upp á hvað þeir voru búnir að hreingera íbúðina glæsilegal fyrir skil.
Hreingerningalöginn fengu þeir í Bónus og búsið í Ríkinu.
Magnús Sigurðsson, 29.4.2012 kl. 09:03
Magnús - Og þú ert viss um, að það var BARA bús úr ríkinu.
Annað hefði að vísu aldrei verið viðurkennt, en.
Mér bauðst að reikja hass á Íslandi 1980 og þótti þá sjálfsagður hlutur af vanhugsandi fólki.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 09:35
Það var bús úr Ríkinu.
Ég hef aldrei heirt þess getið að einhver hafi gengið berserksgang eftir að hafa reykt eina, tvær eða fleiri sígarettur samt er tóbak svo að segja orðin undirheimavara sem bjálfarnir á alþingi vilja helst selja gegn í apótekum gegn resepti.
Þó ég viti til þess að það hefur komið fyrir að glasið er smassað í höfðinu á næsta manni eftir að það hefur verið tæmt, þá hefur engum dottið í hug að selja brennivín í apótekum samkvæmt læknisráði.
Segðu mér V.Jóhannsson rann á þig berserksgangur árið 1980?
Magnús Sigurðsson, 29.4.2012 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.