- Hvar er viðmót þitt, -

 Í tilefni dagsins, -  í minningu föðurs Hearteggert_olafsson.jpg

 

Eggert Ólafsson, Kvennabrekku

Fæddur 24. nóv. 1926. Dáinn 10. des. 1969.
Kveðja frá sveitungum.

Vorsól skín, en vetrarþung er sorg.
Sú vissa döpur gisti hugans borg,
að fallinn væri stofn, svo stæltur, beinn,
er studdi veika, máttugur og hreinn.

Við syrgjum vökumann og sálnavörð,
er sigurglaður flutti þakkargjörð.
Við hjörtun gat hann mælt af þýðum hreim
og huggað þá, er bölið sótti heim.

Hvar er viðmót þitt, svo glatt og blítt,
og hvar er handtak þitt,
svo traust og hlýtt?
- að þér horfnum ríkir auðn og róm.
Við eigi skiljum þungan skapadóm.

Mér er sem heyri ég hófatak á grund
og hlegið létt við glaðan vinafund
þar hestsins flipi er strokinn
hlýrri hönd.
Þar hamingjan á aftur ríki og lönd

En, vökumaður, vært þú sefur nú.
- Verk þín lifa og lýsa
af ást og trú
á landið, fólkið, dýra Dalabyggð.
Þig Drottinn blessi fyrir alla tryggð.

Ég veit þú lifir, lifir Drottni hjá,
þótt litla stund sért horfinn
okkur frá.
Þar eilíft vor þig geymir,
vinur vænn,
- þú veizt að nú er dalurinn þinn grænn.

Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Svínhóli.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3570671

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband