25.1.2010 | 22:27
Hvað er eiginlega að?
Helvítis Talibanaháttur er þetta! Menn fara í felubúningum,- vígbúnir til að drepa vopnlaus dýr.Er ekki í lagi með ykkur?
Testósterón - ?
Þetta má alveg breytast núna
Veiðitími hreindýra lengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það er miklu betra að kaupa bara kjöt út í búð, þar sem það birtist sjálfkrafa í kjötborðinu.
Eða hvað?
Baldvin (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 23:05
Varstu að taka eftir þessu núna fyrst? veiðar á dýrum hefur verið stundað frá upphafi mannsins.
En svo voru auðvitað teknar upp mun mannúðlegri aðferðir með því að rækta dýrin í ánauð og drepa þau svo á færibandi inni í húsi.
Heimir (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 23:27
Sæl Vilborg.
Hvort þykir þér eðlilegra að snæða máltíð úr kjöti, þar sem viðkomandi dýr hefur aldrei undir bert loft komið - eða borða steik þar sem viðkomandi dýr hefur gengið frjálst um, og borðað það sem því líkar best!
Kjúllinn sem þú kaupir hefur mjög líklega aldrei séð sólarljós, nema sem hitaperu í búri. Hreindýrin eru hins vegar "lífræn" ef mér leyfist að orða það svo. Fæðu er ekki sprautað uppí þau svo þau stækki sem hraðast - heldur borða þau það sem þau vilja- þegar þau vilja.
Mig langar ótrúlega mikið til að fara um víðan völl um lattelepjandi 101 lið - en ég held ég sleppi því. Það væri eins og að berja hausnum við steininn.
Breki (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 23:39
"Helvítis Talibanaháttur er þetta!"
Fyndið að þú skuli vera blanda talibönum í þetta mál. Talibanar hafa þann orðstíl á sig að drepa í nafni trúar og of verður saklaust fólk fyrir valinu.
"Menn fara í felubúningum"
Er eitthvað að því að vera í felubúning? Þó þarf veiðimaðurinn þarf þess ekki, ef hann hefur fengið kvóta.
"vígbúnir til að drepa vopnlaus dýr"
Auðvita þarf að hafa eitthvað tól til að geta náð dýrinu. Ef hreindýr hefðu vopn væri þetta þá sanngjarn leikur? Auðvita væri það og gerir leikinn en fjörugri.
" Þetta má alveg breytast núna "
Ég held að þú megir alveg athuga um hvað málið snýst áður en þú ferð að æsa þig upp. Það er verið að grisja stofninn svo að hann viðheldur sér. Þ.e.a.s hann verið ekki of stór svo að fæðan verð ekki á skornu skammti fyrir stofninn.
Davíð (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 00:00
Jæja drengir, - hm.hm. - ég ólst reyndar upp í sveit.......
- er ekki kominn tími til að VAKNA?
Vilborg Eggertsdóttir, 26.1.2010 kl. 00:13
Það er nú óþarfi að taka manneskjuna af lífi án þess að hún fái að verja sig, þið hafið bara ekki hugmynd um hvort að hún borði kjúkling eða ekki.
Gefum okkur það að hún éti kjúkling, sem að er ræktaður í pínulitlum útskúr lensgt út á landi.
Yfirleitt þá er kjúlinn aflífaður á þann hátt að hann kveljist lítið og deyji sem fyrst.
Þegar Hreyndýr eru veidd, eru þetta einhverjur menn útí bæ, sem eru jú að vísu búnir að taka skotvonapróf, en þeir hafa enganveginn þá þekkingu sem að þarf til þess að drepa dýrið á skjótann og kvalarlítinn hátt. Þeir sjá þetta ekki sem lifandi dýr sem að finnur til þegar það er sært, Þeir sjá þetta engöngu sem peninga og steik.
Þetta hefur að vísu breyst til hinns betra í dag eftir að fylgdarmaðurinn kom til sögunnar. Að særa dýrið í dag myndi flokkast undir dýraníð að verstu gerð.
Sjálfur ét ég hvorki dýr né afurðir þeirra svo það er ekki hægt að nudda þessu framan í mig.
@Heimir
Maðurinn hefur líka drepið fólk og lamið frá upphafi. Þýðir það að við eigum að halda því áfram?
Eric (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 00:18
Ef konan getur ekki varið sig hér á sínu eigin bloggi hvar ætti hún þá að geta varið sig.
Kjúklingar eru hengdir upp á löppunum og gefinn rafstraumur. Frábær leið.
Frábær samlíkinginn hjá þér líka Eric með morðið og barsmíðarnar. Í samfélagi sem við lifum í dag er löglegt að veiða hreindýr, en hins vegar ólöglegt að drepa og lemja fólk.
Það er erfitt að rökræða við fólk sem er á þeirri skoðun að allar aðrar skoðannir séu bull nema þeirr eiginn. Þess vegna er svar mitt á þeim nótunum.
Knútur (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 00:44
" Maðurinn hefur líka drepið fólk og lamið frá upphafi. Þýðir það að við eigum að halda því áfram?"
Já, nákæmlega.
Það var nú eiginlega það sem ég var að velta fyrir mér.
Vilborg Eggertsdóttir, 26.1.2010 kl. 00:52
Er það þá ekki líka morð að rífa kálhausinn eða gúrkuna upp? Hún lifir ekki mikið eftir það. Þetta hefur fólk samt sem áður gert frá upphafi.
Finnst þetta kjánaleg rök til að koma "ég er á móti skotveiðum" sjónarmiðinu á framfæri.
Ég er skotveiðimaður, en veiði ekki fisk á stöng, eða í net. Er samt sem áður ekki með hendingar út í það að fiskar hafi verið látnir kafna frá upphafi mannsins.
Hvað ættli þið eiginlega að borða gott fólk ef það má ekki deyða neitt?
Fæst hreindýr sem eru skotin kveljast mikið, frekar enn kjúklingarnir. En auðvitað eru tilfelli þar sem dýrinn kveljast, en ekki setja það á alla línuna.
Yfir og út.
knútur (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 01:00
Ég sé enga ástæðu til að rökstyðja frekar viðbrögð mín við þessari frétt.
Þeim sem finnast þessar veiðar höfða til þeirra -hafa það þá bara þannig,- þangað til þeim finnst eitthvað annað eða ekki.
Geri mér grein fyrir að ég get ekki breytt heiminum, - aðeins sjálfri mér!
Vilborg Eggertsdóttir, 26.1.2010 kl. 01:09
Bæta við þessa umræðu þeirri staðreynd að ef hreindýra stofninn er ekki veiddur á hann eftir að stækka um of og mun það valda hruni í íslenska hreindýrastofninum sem óvíst er að hann myndi nokkurn tíma ná sér af.
Þetta er staðreynd og var Hreindýraráð rekið um árabil til þess að ákvarða hvað mætti veiða úr stofninum í dag er veiðunum enn mjög vel stjórnað, stofninn vel vaktaður af Náttúrustofu Austurlands og passað vel uppá hversu mikið er veitt til þess að þessi dýr haldi áfram að vera viðbót við íslensku flóruna.
Veiðarnar eru því mikilvægt verkfæri í því að stjórna stofnstærð þessara dýra og nauðsynlegar ef við eigum ekki að upplifa það sama og margar þjóðir hafa séð þegar að hreindýra stofnar hverfa nánast vegna offjölgunar t.d St. Mattews eyja (Krebs, 1974) og annað dæmi stofnsveiflur hreindýra í Suður-Georgíu (Krebs, 1994).
Því má segja að hreindýraveiðar á Íslandi hafa aðallega miðast við það að halda stofninum innan öruggra marka til að koma í veg fyrir hrun og hugsanlegan útdauða íslenska hreindýrastofnsins.
Bjarki Már Jóhannson
Líffræðinemi við Háskóla Íslands
Bjarki Már Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 01:13
Getur ekki verið að nátturan geti sjálf séð um stofnstærðin?
Höfum Við MENNIRNIR ekki raskað svo lífríkinu hér á jörðinni að það er allt meira og minna úr skorðum, eða í svipuðu ójafnvægi og allt annað á þessari jörð.
Get eiginleg ekki almennilega svarað þér Bjarki Már-- finnst svör þín koma frá vinstra heilahvelinu (rökhugsuninni) en ekki hjartanu.
Vilborg Eggertsdóttir, 26.1.2010 kl. 01:35
Vilborg, hreindýr eiga sér ekki náttúrulega óvini á Íslandi. Lífssvæði þeirra er mjög lítið hér, enda eru þau ekki í sínu náttúrulega umhverfi. Ef þú telur að náttúran eigi að hafa sinn gang og að ekki eigi að skipta sér af stofnstærðinni, þá ættirðu að hugsa málið aðeins betur. Ef Íslendingar myndu ganga þannig um þennan dýrastofn hér, þá fyrst værum við að tala um dýraníð og "Talibana".
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2010 kl. 03:06
Tilveruréttur mannsins virðist vefjast fyrir þér Vilborg! Maðurinn hefur hvergi komið fyrir í mannkynssögunni án þess að hafa veruleg og varandi áhrif á umhverfi sitt. Vilborg, næstum því allt sem þú gerir í þínu daglega lífi hefur varanlegri og meiri áhrif á náttúruna og umhverfi þitt en sjálfbærar hreindýraveiðarnar gera. Þær eru í raun "náttúrulegri" og skammvinnra inngrip í náttúruna en dagur í vinnunni í flestum tilfellum, ef frá er talinn argasti sjálfsþurftabúskapur. Tónlistarhúsið, Sundabraut, tvöföldun Vesturlandsvegar, mun hafa margfalt meiri og varanlegri röskun á umhverfi og lífríkinu en allar hreindýraveiðar síðustu ára. Jafnvæginu sem þú horfir dreymandi til verður ekki komið á með nærveru mannsins á jörðinni. Veiðar á viltum dýrum á Íslandi eru ekki þungavigtar þættir í inngripi mannsins á Íslandi, bara í hjörtum þeirra sem ekki kunna að meta veiðiskap, þeirra sem alltaf þurfa að hafa vit fyrir öðrum.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 10:23
Nenni ekki þessum mind- games.
http://www.youtube.com/watch?v=X7ezu2DX1EA
Vilborg Eggertsdóttir, 26.1.2010 kl. 13:34
"Nenni ekki þessum mind- games."
Vilborg, þú ert dæmigerður fulltrúi "Saving Iceland", "Greenpeace" og þ.h. samtaka. Og á þetta myndband af næpuhvítri grænmetisætu að vera áhugavert innlegg í umræðuna?
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2010 kl. 16:55
Mér finnst þetta lélegar röksemdir hjá þér Vilborg, en allir mega hafa sínar skoðanir.
Mig langar samt að spyrja þig: Eru mennirnir ekki líka hluti af náttúrunni?
Finnur Smári Torfason (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 19:50
Mér finnst skondnast að lesa að hún ólst upp í sveit. Flestir bændur sem ég þekki sem eiga búfénað fara með dýrin í sláturhúsin á haustin.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 21:03
Án þess að ég ætli að blanda mér í þessa umræðu finns mér skondið að sjá hvar maður sem heitir Bjarki og titlar sig líffræðinema heldur því fram að hreindýr séu partur af flóru Íslands. Hann á sennilega eftir að koma að þeim kafla fræðanna þar sem gerður verður greinarmunur á flóru og fánu.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.