18.1.2010 | 19:58
Eitthvað hefur Lilja mismælt sig......
....... " Lilja segir ljóst að bankarnir séu að bjóða mismunandi lausnir. " Hér hefur hún áræðanlega ætlað að segja - að bankarnir væru að bjóða óhæfar lausnir. Þetta hefðu allir skilið strax. Það segir sig sjálft að það þarf á einn eða annan hátt að byrja hér ALLT UPP Á NÝTT.
T.d. skil ég ekki, að það þurfi að tryggja innistæðueigendum að þeir fái sitt á sama tíma og lántakendur eru féflettir út í eitt og öll þeirra eignamyndun að litlu eða engu orðin. Hér virðist eingöngu hafa verið gefið út veiðileyfi bankanna á fólkið í þessu landi. Eignamyndun/sparifé, - ég legg það að jöfnu.
Það efnahagskerfi sem hér var við lýði er búið að vera, - algjörlega - og mun á engan hátt verða hægt að koma undir það neinu nema brauðfótunum og virðist það vera það eina sem reynt hefur verið að gera.
Ef að hagsmunir bankanna, fyrirtækjanna og fólksins eru ekki lagðir að jöfnu, þá gegnur þetta aldrei, - svo einfalt er það - Þetta er búið spil - PRONTO !
Sendi 850 nauðungarsölubeiðnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er að þessu fólki er það orðið gjörsamlega veruleikafyrrt?Það eru fleiri þúsund heimili á leið í gjaldþrot og Lilja er í afneitun á ástandið,telur að vandinn sé ekki eins mikill og af er látið.Fólk sem er með fjórföld laun á við verkamannalaun eins og hún er komið í alvarlega afneitun á ástandið.Púntur basta.
Björn Birgisson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 21:01
Lilja er með hjartað á réttum stað, en sJúdasarnir eru að krossfesta hana á blóðsuguhæð. Kjósum Lilju sem einræðisherra(konu) strax.
Axel Pétur Axelsson, 19.1.2010 kl. 00:14
Ef þetta fólk sem þykist vera að stýra þessu landi eru ekki útsmognir glæpamenn, þá eru þau stórkostlega vanhæf til þess að gegna sínum störfum fyrir þjóðina.
En það er eitt við þessar nauðungarsölubeiðnir, væntanlega fylgir þeim Aðför þar sem reynt var að ná í skuldir. Samkvæmt lögum um aðför (90/1989) ber sýslumanni að athuga lögmæti krafnanna. Þetta gerir sýslumaður ALDREI!! Ég hef sjálfur lent í því að reynt var að rukka mig um skuld hjá sýslumanni, skuld sem var tilbúningur hjá RÚV. Ég fékk kröfuna fellda niður, en komst að því í leiðinni að sýslumaðurinn í Rvk ber við tímaskorti og manneklu og fer ekki að lögum.
Hvert einasta uppboð sem þarna fer fram er með öðrum orðum ólöglegt. Sýslumaðurinn í Rvk er heilalaust innheimtubatterí fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Árni Sveinn (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.